Erlent

Erdogan herðir tökin í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Yfirvöld í Tyrklandi halda áfram að þrengja að tjáningarfrelsinu í landinu og reka ríkisstarfsmenn sem sakaðir eru um tengsl við stjórnarandstöðu klerkinn Fethullah Gulen. Fimmtán fréttastofum var lokað þar í morgun og ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Cumhuriet var hnepptur í varðhald.

Frá því að uppreisn í landinu fór út um þúfur í júlí síðastliðnum hefur 160 fréttastofum verið lokað í landinu sem allar eiga það sameiginlegt að vera gagnrýnar á vinnubrögð Erdogan forseta. Að auki var heilum tíu þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp um helgina, þar á meðal tvöþúsund kennurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×