Handbolti

Sveinbjörn kallaður í hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sveinbjörn ásamt Bjarka Má Gunnarssyni á æfingu landsliðsins í gær.
Sveinbjörn ásamt Bjarka Má Gunnarssyni á æfingu landsliðsins í gær. vísir/hanna
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallaði á nýjan markvörð í hópinn í gær.

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Stjörnunnar, var þá mættur til móts við liðið en Aron Rafn Eðvarðsson er að glíma við meiðsli og getur ekki æft eins og staðan er í dag.

Sveinbjörn hefur nokkrum sinnum verið með landsliðinu og veit að hverju hann gengur. Hann hefur spilað mjög vel með Stjörnunni í vetur.

Aron Rafn er ekki eini leikmaður landsliðsins sem er að glíma við meiðsli því hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson er einnig meiddur og verður ekki með í komandi leikjum.

Strákarnir okkar mæta Tékkum á miðvikudag í undankeppni EM.


Tengdar fréttir

Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir

Ríflega helmingur íslenska landsliðsins í handbolta er mætt til landsins fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu og það tók æfingu í Laugardalshöll í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×