Áratuga reynsla fallin af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2016 08:00 Alþingishúsið við Austurvöll Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira