Handbolti

Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson sýnir tilþrif í fótbolta með Guðmund Hólmar Helgason til varnar í vestinu.
Gunnar Steinn Jónsson sýnir tilþrif í fótbolta með Guðmund Hólmar Helgason til varnar í vestinu. vísir/hanna
Ríflega helmingur landsliðshópsins sem var valinn til að mæta Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2018 í handbolta æfði í Laugardalshöll í kvöld. Þar var létt yfir mönnum á léttri æfingu þar sem strákarnir hituðu upp í fótbolta áður en þeir tóku léttar skotæfingar og taktískar sóknar- og varnaræfingar.

Þeir strákar sem spila á norðurlöndum og í Olís-deildinni hér heima voru mættir á æfinguna en helstu sleggjurnar úr þýsku 1. deildinni eins og Guðjón Val Sigurðsson og Björgvin Pál Gústavsson vantaði auk Arons Pálmarssonar. Allur hópurinn verður kominn saman síðdegis á morgun.

Ekki gefst mikill tími til undirbúnings en fyrri leikurinn í þessari törn verður gegn Tékklandi í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið klukkan 19.30 er hægt er að kaupa miða á völlinn hér. Seinni leikurinn verður svo gegn Úkraínu ytra á laugardaginn.

Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti í Laugardalshöll í kvöld og myndaði æfinguna en myndirnar má sjá hér að ofan.

vísir/hanna
vísir/hanna

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×