Innlent

Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lokatölur liggja fyrir og ljóst er hvaða 63 manns munu taka sæti á þingi næsta kjörtímabilið. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut bestu kosninguna eða 29 prósent atkvæða á landsvísu og 21 þingmann. Vinstri græn hlut 15,9 prósent atkvæða og tíu þingmenn. Píratar fá einnig tíu þingmenn með 14,5 prósent atkvæða.

32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. Sjö hafa tekið sæti sem varamenn og þrír koma aftur inn á þing, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ólöf Nordal.

Þá hafa aldrei fleiri konur verið þingmenn, en alls náðu þrjátíu konur kjöri. 

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla þingmenn eftir kjördæmum.

Stöð2/Grafík
Norðausturkjördæmi



(D) Kristján Þór Júlíusson

(B) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

(V) Steingrímur J. Sigfússon

(D) Njáll Trausti Friðbergsson - Aldrei tekið sæti áður

(B) Þórunn Egilsdóttir

(V) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

(P) Einar Aðalsteinn Brynjólfsson - Aldrei tekið sæti áður

(D) Valgerður Gunnarsdóttir

(S) Logi Már Einarsson - Hefur tekið sæti sem varamaður

(C) Benedikt Jóhannesson - Aldrei tekið sæti áður

Stöð2/Grafík
Norðvesturkjördæmi

(D) Haraldur Benediktsson

(B) Gunnar Bragi Sveinsson

(D) Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir - Aldrei tekið sæti áður

(V) Lilja Rafney Magnúsdóttir

(P) Eva Pandora Baldursdóttir - Aldrei tekið sæti áður

(D) Teitur Björn Einarsson - Aldrei tekið sæti áður

(B) Elsa Lára Arnardóttir

(S) Guðjón S. Brjánsson - Aldrei tekið sæti áður

Stöð2/Grafík
Reykjavíkurkjördæmi norður

(D) Guðlaugur Þór Þórðarson

(V) Katrín Jakobsdóttir

(P) Birgitta Jónsdóttir

(D) Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Aldrei tekið sæti áður 

(C) Þorsteinn Víglundsson - Aldrei tekið sæti áður

(V) Steinunn Þóra Árnadóttir

(P) Björn Leví Gunnarsson - Hefur tekið sæti sem varamaður

(D) Birgir Ármannsson

(A) Björt Ólafsdóttir

(V) Andrés Ingi Jónsson - Hefur tekið sæti sem varamaður

(P) Halldóra Mogensen - Hefur tekið sæti sem varamaður

Stöð2/Grafík
Reykjavíkurkjördæmi suður

(D) Ólöf Nordal - Kemur aftur inn á þing

(V) Svandís Svavarsdóttir

(P) Ásta Guðrún Helgadóttir

(D) Brynjar Níelsson

(C) Hanna Katrín Friðriksson - Aldrei tekið sæti áður

(V) Kolbeinn Óttarsson Proppé - Aldrei tekið sæti áður

(P) Gunnar Hrafn Jónsson - Aldrei tekið sæti áður

(D) Sigríður Á. Andersen

(B) Lilja Dögg Alfreðsdóttir - Aldrei tekið sæti áður

(A) Nichole Leigh Mosty - Aldrei tekið sæti áður

(C) Pawel Bartozsek - Aldrei tekið sæti áður

Stöð2/Grafík
Suðurkjördæmi



(D) Páll Magnússon - Aldrei tekið sæti áður

(B) Sigurður Ingi Jóhannesson

(D) Ásmundur Friðriksson

(D) Vilhjálmur Árnason

(P) Smári McCarthy - Aldrei tekið sæti áður

(V) Ari Trausti Guðmundsson - Aldrei tekið sæti áður

(B) Silja Dögg Gunnarsdóttir

(D) Unnur Brá Konráðsdóttir

(C) Jóna Sólveig Elínardóttir - Aldrei tekið sæti áður

(S) Oddný G. Harðardóttir

Stöð2/Grafík
Suðvesturkjördæmi

(D) Bjarni Benediktsson

(D) Bryndís Haraldsdóttir - Hefur tekið sæti sem varamaður

(P) Jón Þór Ólafsson - Kemur aftur inn á þing

(C) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Kemur aftur inn á þing

(V) Rósa Björk Brynjólsdóttir - Hefur tekið sæti sem varamaður

(D) Jón Gunnarsson

(A) Óttarr Proppé

(D) Óli Björn Kárason - Hefur tekið sæti sem varamaður

(B) Eygló Harðardóttir

(P) Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Aldrei tekið sæti áður

(D) Vilhjálmur Bjarnason

(A) Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Aldrei tekið sæti áður

(C) Jón Steindór Valdimarsson - Aldrei tekið sæti áður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×