Kjörsókn var 81,2 prósent og er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kjördæminu með 4951 atkvæði eða 29,5 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist næst stærstur í kjördæminu með 3482 atkvæði 20,8 prósent.

Nú liggja lokatölur fyrir á landsvísu og er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 15,9 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,5 prósent.
Framsókn og Samfylkingin tapa miklu á landsvísu og hlýtur Samfylkingin nú sína verstu kosningu í sögunni, Framsókn með 11,5 prósent og Samfylkingin með 5,7 prósent. Björt framtíð hlaut 7,2 prósent atkvæða og Viðreisn 10,5 prósent.