Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 02:39 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í RÚV í kvöld. vísir/hanna Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06
Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38