Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur ásamt móður sinni Elvu Christinu. vísir/anton brink Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00