Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:30 Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira