Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vísir/GVA/getty Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira