Handbolti

Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. vísir/getty
Þýskir fjölmiðlar velta því mikið fyrir sér þessa dagana hvort að Dagur Sigurðsson hætti sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar og hver muni þá taka við starfinu ef hann hættir.

Dagur er samningsbundinn í Þýskalandi til 2020 en er með uppsagnarákvæði í samningi sínum sem hann getur nýtt sér í sumar. Dagur hefur verið sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið í Japan og hefur staðfest að hann sé að skoða tilboð. Hann vill þó ekki greina frá því hver gerði honum tilboðið.

Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, var spurður hvort að félagið hefði í hyggju að leyfa Alfreð Gíslasyni að taka við þýska landsliðinu ef eftir því yrði leitað.

„Nei. Alfreð er að starfa fyrir okkur og mun gera það áfram,“ sagði Storm í samtali við þýska fjölmiðla. „Það hafa engar viðræður átt sér stað við þýska sambandið en ef af þeim yrðu yrði svarið skýrt.“

Hið sama höfðu forráðamenn Flensburg að segja en Svíinn Ljubomir Vranjes, sem var boðið að taka við íslenska landsliðinu, hefur einnig verið orðaður við starf Dags.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×