Hver er Melania Trump? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:09 Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í nótt. vísir/epa Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“. Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.
Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46