Handbolti

Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.
Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi. Vísir/Getty
Háværar sögusagnir eru á kreiki um að Dagur Sigurðsson hætti sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar og taki við landsliði Japan.

Yuji Hirano, framkvæmdastjóri japanska handknattleikssambandsins, segir í þýskum fjölmiðlum í dag að sambandið hafi engar upplýsingar um málið. Ekki er meira haft eftir í honum í frétt handball-world.com nema að þar á bæ kannist menn ekki við þessar sögusagnir.

Dagblaðið Bild staðhæfði í gær að Dagur myndi taka við japanska landsliðinu eftir HM í Frakklandi en sú keppni hefst í næsta mánuði.

Sjá einnig: Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans

Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana 2020, sem fara fram í Japan, en í honum er uppsagnarákvæði sem hann getur nýtt sér næsta sumar.

Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, kom fram í fjölmiðlum í gær og fullyrti að ekkert væri ákveðið um framtíð Dags Sigurðssonar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×