Viðskipti innlent

Pesóinn hefur hríðfallið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi Pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um níu prósent í dag.
Gengi Pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um níu prósent í dag.
Það sem af er degi hefur gengi Pesósins, gjaldmiðils Mexíkó, hrunið gagnvart Bandaríkjadal. Gengið hefur lækkað um tæplega níu prósent það sem af er degi.

Pesóinn tók verulega dýfu, eða um tólf prósent, þegar ljóst var að Trump væri sigurvegari kosninganna um klukkan sex í nótt og hefur svo aðeins styrkst eftir það.

Líklega má rekja lækkunina til þess að Trump hefur lengi heitið því að byggja vegg á landamærum ríkjanna,og láta Mexíkó borga fyrir smíðina, og skattleggja peninga sem innflytjendur senda til fjölskyldna sinna í Mexíkó. Hann hefur jafnframt heitið því að senda Mexíkóa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum aftur til Mexíkó.

Asíumarkaðir hrundu í nótt og hófu hlutabréf í Evrópu einnig að lækka í morgun. Eftir sigurræðu Trump dró þó aðeins úr lækkununum og virtist hún því róa markaði. Markaðir opna laust eftir hádegi í Bandaríkjunum spáð er að þá muni þeir hrynja. 


Tengdar fréttir

Sigurræða Trump í heild sinni

Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York






Fleiri fréttir

Sjá meira


×