Íslendingar í New York á kjördag: Stemning fyrir því í borginni að kona verði loksins forseti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 23:01 Hillary Clinton á kjörstað í New York í dag. vísir/getty Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, er stödd í New York ásamt fjölskyldunni sinni en þau komu gagngert til borgarinnar á sunnudag til að fylgjast með forsetakosningunum sem fram fara í dag. Inga Hrefna segir rosalega góða stemningu í borginni, svipaða og var í Chicago 2008 þegar Barack Obama var kjörinn forseti, en hún var einnig á staðnum þá enda mikil áhugamanneskja um bandarísk stjórnmál og kosningar almennt. Val bandarísku þjóðarinnar nú stendur á milli þeirra Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. New York er heimavöllur beggja frambjóðendanna sem halda kosningavökur sínar þar í kvöld. Þrátt fyrir að Trump hafi saxað mjög á forskot Clinton síðustu daga er hún enn talin eiga meiri möguleika á sigri. Það er að minnsta kosti ljóst að bæði sigur og tap mun setja svip sinn á New York í kvöld. „Þetta er auðvitað algjör Hillary-borg og það er eiginlega bara verið að gera grín að Trump úti um allt. Við sáum til dæmis einn mann með Trump-húfu í morgun og okkur brá bara,“ segir Inga Hrefna í samtali við Vísi sem stefnir á að vera í námunda við kosningavöku Clinton í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að New York sé heimavöllur Trump þá virðist hann ekki njóta mikilla vinsælda í borginni. Nefnir Inga Hrefna mótmæli við Trump Tower í gær og í dag og svo þegar púað var á hann þegar hann fór að kjósa. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir vonast til að geta fagnað sigri Hillary Clinton í kvöld. „Óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn“ Aðspurð hvort henni finnist mikill munur á stemningunni í New York í dag og í Chicago fyrir átta árum segir hún að í grunninn þyki henni munurinn ekki mikill. „Það var náttúrulega óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn 2008 þar sem fólk grét og féllst í faðma vegna þess að svartur maður hafði verið kosinn í valdamesta embætti heims. Núna er það kona sem á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna og það er svona svipuð stemning út af því finnst mér. Maður vill auðvitað veg kvenna sem mestan, ekki bara í stjórnmálum heldur almennt, og ég ákvað það þegar ég var í Chicago 2008 að ég yrði að vera líka viðstödd þegar kona verður kosin. Maður vonar auðvitað að það verði núna,“ segir Inga Hrefna og bætir við að hún upplifi þá stemningu í New York að nú sé kominn tími til að kona verði forseti Bandaríkjanna. „Hvað gerist ef hið ómögulega gerist?“ Inga Hrefna segir þó að þrátt fyrir að það sé mikil stemning í borginni þá finni hún það einnig á þeim Bandaríkjamönnum sem hún ræði við að þeir séu orðnir þreyttir á kosningunum og geti einfaldlega ekki beðið eftir að úrslitin liggi fyrir. „Þeir segja að þetta sé búið að „pólarísera“ þjóðina svo mikið að þessu verði að fara að ljúka. Þetta eru svo miklar fylkingar og þó að maður upplifi það ekki beint hér í New York að þá segja þeir það sem eru ekki héðan að þetta sé algjörlega búið að „pólarísera“ þjóðina. Þá hafa menn líka miklar áhyggjur af því hvernig sá sem tapar muni taka þessu og það er það sem stressar líka fólk,“ segir Inga Hrefna. Hún segir að New York-búar séu sigurvissir fyrir hönd Clinton þó að það sé vissulega stress í fólki svona á lokametrunum. „Trump er náttúrulega alltaf að loka bilinu meira og meira. Fólk óttast það líka mjög mikið hvað gerist eiginlega ef hið ómögulega gerist? Mér finnst menn vera sigurvissir en það er líka svolítið svona „hvað ef?““ Nanna Elísa Jakobsdóttir verður í kosningapartýi í Meat Packing District í kvöld.mynd/sylvía briem Enginn kýs Trump en fólk samt gagnrýnið á Hillary Nanna Elísa Jakobsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Columbia-háskóla í New York, segir að þrátt fyrir að lífið í borginni gangi sinn vanagang í dag á kjördegi þá sé einhver spenna í loftinu. Hún segir, líkt og Inga Hrefna, að margir Bandaríkjamenn í kringum séu mjög stressaðir fyrir úrslitum kosninganna. „Það eru allir að tala um þetta og fólk er misspennt en mér finnst sérstaklega Bandaríkjamenn vera mjög stressaðir. Það ætlar samt enginn í kringum mig að kjósa Trump þó að fólk sé líka mjög gagnrýnið á Hillary,“ segir Nanna Elísa í samtali við Vísi. Hún segir bandaríska samnemendur sína áhyggjufyllri en þá nemendur sem koma annars staðar frá enda telji þeir flestir útilokað að Trump nái kjöri. Sjálf telur hún líklegra að Hillary fari með sigur af hólmi. Frí í Columbia á kjördegi Columbia-háskóli gaf nemendum sínum frí á kjördegi í dag en Nanna Elísa er þó í skólanum að læra. Hún segir ekki endilega mikla stemningu akkúrat á því svæði en þó sé mikið verið að hvetja fólk til að kjósa og fólk sem kýs setur allt á sig límmiða sem á stendur „VOTED.“ Nanna Elísa ætlar í kosningapartý í Meat Packing District en margir sem hún þekkir hafa unnið fyrir Clinton og eru á leið í kosningavökuna hennar. „Það er mikil samkeppni um að komast þangað. Við erum til dæmis alltaf í lærdómshóp á þriðjudögum en við þurftum að flýta honum í dag því ein stelpan í hópnum ætlar að vera mætt í röð fyrir kosningavökuna hennar Hillary klukkan þrjú. Húsið opnar svo klukkan sex.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, er stödd í New York ásamt fjölskyldunni sinni en þau komu gagngert til borgarinnar á sunnudag til að fylgjast með forsetakosningunum sem fram fara í dag. Inga Hrefna segir rosalega góða stemningu í borginni, svipaða og var í Chicago 2008 þegar Barack Obama var kjörinn forseti, en hún var einnig á staðnum þá enda mikil áhugamanneskja um bandarísk stjórnmál og kosningar almennt. Val bandarísku þjóðarinnar nú stendur á milli þeirra Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. New York er heimavöllur beggja frambjóðendanna sem halda kosningavökur sínar þar í kvöld. Þrátt fyrir að Trump hafi saxað mjög á forskot Clinton síðustu daga er hún enn talin eiga meiri möguleika á sigri. Það er að minnsta kosti ljóst að bæði sigur og tap mun setja svip sinn á New York í kvöld. „Þetta er auðvitað algjör Hillary-borg og það er eiginlega bara verið að gera grín að Trump úti um allt. Við sáum til dæmis einn mann með Trump-húfu í morgun og okkur brá bara,“ segir Inga Hrefna í samtali við Vísi sem stefnir á að vera í námunda við kosningavöku Clinton í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að New York sé heimavöllur Trump þá virðist hann ekki njóta mikilla vinsælda í borginni. Nefnir Inga Hrefna mótmæli við Trump Tower í gær og í dag og svo þegar púað var á hann þegar hann fór að kjósa. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir vonast til að geta fagnað sigri Hillary Clinton í kvöld. „Óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn“ Aðspurð hvort henni finnist mikill munur á stemningunni í New York í dag og í Chicago fyrir átta árum segir hún að í grunninn þyki henni munurinn ekki mikill. „Það var náttúrulega óraunverulegt að vera í Chicago þegar Obama var kosinn 2008 þar sem fólk grét og féllst í faðma vegna þess að svartur maður hafði verið kosinn í valdamesta embætti heims. Núna er það kona sem á möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna og það er svona svipuð stemning út af því finnst mér. Maður vill auðvitað veg kvenna sem mestan, ekki bara í stjórnmálum heldur almennt, og ég ákvað það þegar ég var í Chicago 2008 að ég yrði að vera líka viðstödd þegar kona verður kosin. Maður vonar auðvitað að það verði núna,“ segir Inga Hrefna og bætir við að hún upplifi þá stemningu í New York að nú sé kominn tími til að kona verði forseti Bandaríkjanna. „Hvað gerist ef hið ómögulega gerist?“ Inga Hrefna segir þó að þrátt fyrir að það sé mikil stemning í borginni þá finni hún það einnig á þeim Bandaríkjamönnum sem hún ræði við að þeir séu orðnir þreyttir á kosningunum og geti einfaldlega ekki beðið eftir að úrslitin liggi fyrir. „Þeir segja að þetta sé búið að „pólarísera“ þjóðina svo mikið að þessu verði að fara að ljúka. Þetta eru svo miklar fylkingar og þó að maður upplifi það ekki beint hér í New York að þá segja þeir það sem eru ekki héðan að þetta sé algjörlega búið að „pólarísera“ þjóðina. Þá hafa menn líka miklar áhyggjur af því hvernig sá sem tapar muni taka þessu og það er það sem stressar líka fólk,“ segir Inga Hrefna. Hún segir að New York-búar séu sigurvissir fyrir hönd Clinton þó að það sé vissulega stress í fólki svona á lokametrunum. „Trump er náttúrulega alltaf að loka bilinu meira og meira. Fólk óttast það líka mjög mikið hvað gerist eiginlega ef hið ómögulega gerist? Mér finnst menn vera sigurvissir en það er líka svolítið svona „hvað ef?““ Nanna Elísa Jakobsdóttir verður í kosningapartýi í Meat Packing District í kvöld.mynd/sylvía briem Enginn kýs Trump en fólk samt gagnrýnið á Hillary Nanna Elísa Jakobsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Columbia-háskóla í New York, segir að þrátt fyrir að lífið í borginni gangi sinn vanagang í dag á kjördegi þá sé einhver spenna í loftinu. Hún segir, líkt og Inga Hrefna, að margir Bandaríkjamenn í kringum séu mjög stressaðir fyrir úrslitum kosninganna. „Það eru allir að tala um þetta og fólk er misspennt en mér finnst sérstaklega Bandaríkjamenn vera mjög stressaðir. Það ætlar samt enginn í kringum mig að kjósa Trump þó að fólk sé líka mjög gagnrýnið á Hillary,“ segir Nanna Elísa í samtali við Vísi. Hún segir bandaríska samnemendur sína áhyggjufyllri en þá nemendur sem koma annars staðar frá enda telji þeir flestir útilokað að Trump nái kjöri. Sjálf telur hún líklegra að Hillary fari með sigur af hólmi. Frí í Columbia á kjördegi Columbia-háskóli gaf nemendum sínum frí á kjördegi í dag en Nanna Elísa er þó í skólanum að læra. Hún segir ekki endilega mikla stemningu akkúrat á því svæði en þó sé mikið verið að hvetja fólk til að kjósa og fólk sem kýs setur allt á sig límmiða sem á stendur „VOTED.“ Nanna Elísa ætlar í kosningapartý í Meat Packing District en margir sem hún þekkir hafa unnið fyrir Clinton og eru á leið í kosningavökuna hennar. „Það er mikil samkeppni um að komast þangað. Við erum til dæmis alltaf í lærdómshóp á þriðjudögum en við þurftum að flýta honum í dag því ein stelpan í hópnum ætlar að vera mætt í röð fyrir kosningavökuna hennar Hillary klukkan þrjú. Húsið opnar svo klukkan sex.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56