Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 15:04 Heiðrún Lind segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26
Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51
Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00