Lífið

Harry prins kominn með kærustu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry og Megan Markle.
Harry og Megan Markle.
Harry prins og bandaríska leikkonan Meghan Markle hafa átt í ástarsambandi undanfarna mánuði en frá þessu hefur verið greint í yfirlýsingu frá Kensington-höllinni í Bretlandi.

Þar segir að Harry hafi miklar áhyggjur af öryggi Markle en hún hefur orðið fyrir miklu áreiti eftir að samband þeirra hófst. Markle leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Suits.

Í yfirlýsingunni segir að Harry sé gríðarlega ósáttur við starfshætti breskra fjölmiðla og að þeir hafi gengið of hart fram gegn Markle eftir að fréttir af sambandi þeirra komust upp á yfirborðið.

Þannig kemur fram í bréfinu að fjölmiðlar hafi gert tilraunir til að múta fyrrverandi kærasta Markle í von um að fá upplýsingar frá honum, móðir hennar hafi átt í mestu erfiðleikum með að komast heim til sín vegna áreitis ljósmyndara og þá hafi verið gerðar tilraunir til að komast inn á heimili Markle.

Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.