Innlent

Nauðgunarkæra Hlínar send til ákærusviðs á næstunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hlín Einarsdóttir.
Hlín Einarsdóttir. vísir/valli
Rannsókn lögreglu á nauðgun sem Hlín Einarsdóttir kærði í júní í fyrra er á lokametrunum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu. Málið verður í kjölfarið sent til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort málið verði sent áfram til saksóknara eða ekki.

Árni Þór segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig frekar um málið né um hvers vegna rannsókn málsins hefur tekið svo langan tíma, eða tæplega eitt og hálft ár.

Hlín og systir hennar, Malín Brand, eru sagðar hafa kúgað fé af manninum, Helga Jean Claessen, sem sakaður er um nauðgunina með því að hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema gegn 700 þúsund króna sáttagreiðslu.

Sjá einnig:Hlín kærir nauðgun



Malín sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir manninn hafa haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta og að Hlín hafi lagt til upphæðina 700 krónur.

Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða.

Reyndu að kúga átta milljónir af forsætisráðherra

Systurnar voru ákærðar í fjárkúgunarmálinu svokallaða í síðustu viku, og verður mál þeirra þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir rúma viku.

Í ákærunni segir að þær hafi sent tvö bréf þegar þær reyndu að hafa fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra; annað til aðstoðarmanns Sigmundar, Jóhannesar Þórs Skúlasonar, og hitt til eiginkonu Sigmundar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Eru þær annars vegar ákærðar fyrir fjárkúgun gegn Helga Jean, og hins vegar gegn Sigmundi Davíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×