Sjö atriði sem vert er að fylgjast með á kosninganótt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:53 Á morgun ræðst hver verður forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur loksins í ljós hvort Hillary Clinton eða Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir vinna nú hörðum höndum til að tryggja sér ríki líkt og Flórída, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu, sem geta skipt sköpum fyrir niðurstöðu kosninganna. CNN hefur tekið saman lista yfir sjö atriði sem vert er að fylgjast með á kosninganótt þegar tölur berast og niðurstaðan verður ljós.Ríkin sem Trump þarf að vinna Vænlegasta leið Trump til að tryggja sér forsetastólinn er að halda í tvö lykilríki sem Mitt Romney vann fyrir fjórum árum, Norður-Karólínu og Arizona, sem og að snúa þremur ríkjum sem Obama vann þá, Flórída, Ohio og Iowa. Tap í einhverju af þessum ríkjum minnkar líkur Trump á að ná 270 kjörmönnum, sem er þá fjöldi sem þarf til að sigra. Ef Trump hins vegar nær Michigan eða Pennsylvaníu úr klóm Demókrata, sem hafa unnið í þessum lykilríkum sex kosningar í röð, skiptir Norður-Karólína ekki jafn miklu máli fyrir Repúblikana. Sigur í Pennsylvaníu eða Michigan gerir það að verkum að Trump hefur efni á tapi í Norður-Karólínu en eigi samt líkur á að ná 270 kjörmönnum.Sjá einnig: Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Ef hann hins vegar nær því ekki, heldur í Norður-Karólínu og Arizona, nær Flórída Ohio og Iowa aftur, ásamt hluta Maine, nær hann einungis 260 kjörmönnum. Trump þyrfti þá einhvernvegin að ná 10 kjörmönnum í viðbót. Fjórir menn New Hampshire og þeir sex sem Nevada á myndu bjarga honum. Níu kjörmenn Colorado, 15 menn Michigan og þeir 20 sem Pennsylvania hefur eru einnig mögulegir.Ríkin sem Clinton þarf að vinna Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Þar á meðal eru ríkin Michigan, Pennsylvanía og Wisconsin. Trump herjar eins og áður segir á þau ríki, en Clinton hefur náð að halda forskoti sínu þar í skoðanakönnunum. Hins vegar þurfa kjósendur í Michigan og Pennsylvaníu að kjósa á sjálfan kjördag, en Clinton hefur mikið reitt sig á utankjörfundaratkvæðagreiðslur í öðrum ríkjum. Ef Clinton nær að narra íbúa Michigan og Pennsylvaníu á kjörstað, ásamt því að næla sér í Norður-Karólínu, Flórída eða Ohio, er hún nánast búin að tryggja sér sigurinn. Sjá einnig:Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Ef hún nær engu þessa þriggja ríkja, þarf hún að halda í Virginíu, Colorado, New Hampshire og Nevada, þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðslur hafa veitt henni töluvert forskot.Munu kjósendur af suður-amerískum uppruna mæta á kjörstað? Stuðningsmenn Clinton einkennast af vel menntuðu fólki, konum og kjósendum af Suður-Amerískum uppruna sem hafa ekki kosið áður. Í ríkjum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla er í boði, líkt og Nevada og Flórída, bendir allt til þess að þessir nýju kjósendur mæti vel á kjörstað. Til að mynda höfðu 57 þúsund manns kosið í Nevada á föstudag, og mynduðust langar raðir í hverfum þar sem Bandaríkjamenn af Suður-Amerískum uppruna eru í meirihluta. Margir nýir kjósendur eru, samkvæmt skoðanakönnunum, að mæta á kjörstað til að mótmæla Trump. Þá stólar Clinton á að afstaða fólks af Suður-Amerískum uppruna hafi ekki verið mæld rétt í kosningabaráttunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þennan markhóp ber á góma. Eftir forsetakosningarnar árið 2012 benti Repúblikanaflokkurinn á að ekki hefði nægilega verið höfðað til fólks af Suður-Amerískum uppruna og að flokkurinn þyrfti að bæta úr því. Forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur gjörsamlega afneitað þessum ráðleggingum. Orð Trump um mexíkóska innflytjendur, sem og orð hans í garð kvenna, hafa gert það að verkum að Clinton hefur mikið forskot meðal kvenkjósenda. Þá hefur framboð Clinton lagt ríka áherslu á niðrandi orð Trump í garð kvenna á miðjunni, sem hafa hjálpað Repúblikönum í fyrri kosningum.Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í Bandaríkjunum yfir kosningarnar. Innslag hennar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem hún meðal annars ræðir við fólk á kosningaskrifstoru Repúblikana.Lumar Trump á „þöglum meirihluta?“ Helsti styrkleiki Trump er yfirþyrmandi stuðningur frá óánægðum hvítum kjósendum, einna helst lítið menntuðum hvítum körlum. Framboð hans hefur mikið byggt á því að þeir kjósendur, sem margir eru óflokksbundnir eða Demókratar, muni heillast af verndarstefnu Trump í viðskiptum, og skila sér í góðu fylgi á kjördag. Til að þetta skili sér þarf hins vegar stór hluti Demókrata að sitja heima á morgun. Líklegt er að Trump sigri í Iowa og hefur mælst ofar en Clinton í Ohio. Hann stólar á að millistéttar-Demókratar í Pennsylvaníu og Michigan færist yfir á hans band og að hann sigir annað þessa ríkja. Michigan hefur spilað stóra rullu á lokametrum kosningabaráttunnar. Þar hafa íbúar til að mynda lent illa í þeim viðskiptasamningum sem Trump segist vilja endurskoða. Herbúðir Clinton hafa þó reynt að snúa vörn í sókn og sent Clinton sjálfa þangað, ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta, til að tala við kjósendur.Munu svartir kjósendur skila sér á kjörstað? Eitt aðaláhyggjuefni Demókrata er hvort svartir kjósendur, sem í gegnum tíðina hafa hallast til vinstri, muni mæta á kjörstað í þeim fjölda líkt og þegar Obama var í framboði árin 2008 og 2012. Ef svo verður ekki, gæti hallað á Clinton í lykilríkjum, sérstaklega Flórída og Norður-Karólínu. Obama hefur reynt að leggja sitt á vogarskálarnar til að aðstoða við að ná til svartra kjósenda og hefur meðal annars sagt að kosningar snúist jafnt um hann sem og Clinton. „Ég veit að það er fjöldi fólks á rakarastofum og snyrtistofum, í hverfunum sem segja við sjálf sig „Við elskum Barack, við elskum Michelle, þetta var spennandi en núna erum við ekki jafn spennt.““ sagði Obama. „En vitið hvað? Ég þarf að allir skilji að allt sem við höfum gert stendur og fellur með því að það taki einhver við keflinu sem trúir á sömu hluti og ég.“Áhrif Trump á Repúblikanaflokkinn Frá því að Trump hreppti tilnefningu Repúblikana í maí síðastliðnum hafa þingmenn flokksins þurft að svara fyrir allt sem hann segir – allt frá árásum á margverðlaunaðan hermann sem dó á vígvelli og til píku ummælanna frægu. Sjá einnig: Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Um leið og kosningunum líkur munu þingmenn Repúblikana aftur ná völdum innan flokksins, sérstaklega ef þeir ná að halda velli í þingi og öldungadeildarþinginu. Þá þarf flokkurinn að ákveða hvað þau ætli að gera við viðhorf Trump til viðskiptafrelsis, ákall hans um að hlutverk Bandaríkjanna verði minna á alþjóðasviðinu, sem og gagnrýni hans á þingmenn flokksins. Þetta gerist hvort sem hann vinnur eða tapar.Hvernig mun taparinn taka úrslitunum Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og eru Bandaríkjamenn nánast klofnir í afstöðu sinni. Svo mikilvægasta spurningin gæti verið hvernig minnipokamaðurinn bregst við úrslitunum. Trump og Clinton eru bæði ótrúlega óvinsælir frambjóðendur. Hálf þjóðin telur Clinton vera glæpamann og hinn helmingurinn telur Trump vera rasista og kvenhatara. Þá hefur Trump sjálfur sagt að hann telji kosningunum vera hagrætt. Hann hefur lagt í efa hvort að utankjörfundaratkvæði sem berist með pósti verði yfirleitt talin og haldið því fram að kosningasvindl sé algengt. Viðbrögð taparans munu skipta sköpum í ímyndarsköpun sigurvegarans, hvort sem þau verða jákvæð eða neikvæð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. 7. nóvember 2016 22:59 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun og þá kemur loksins í ljós hvort Hillary Clinton eða Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir vinna nú hörðum höndum til að tryggja sér ríki líkt og Flórída, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu, sem geta skipt sköpum fyrir niðurstöðu kosninganna. CNN hefur tekið saman lista yfir sjö atriði sem vert er að fylgjast með á kosninganótt þegar tölur berast og niðurstaðan verður ljós.Ríkin sem Trump þarf að vinna Vænlegasta leið Trump til að tryggja sér forsetastólinn er að halda í tvö lykilríki sem Mitt Romney vann fyrir fjórum árum, Norður-Karólínu og Arizona, sem og að snúa þremur ríkjum sem Obama vann þá, Flórída, Ohio og Iowa. Tap í einhverju af þessum ríkjum minnkar líkur Trump á að ná 270 kjörmönnum, sem er þá fjöldi sem þarf til að sigra. Ef Trump hins vegar nær Michigan eða Pennsylvaníu úr klóm Demókrata, sem hafa unnið í þessum lykilríkum sex kosningar í röð, skiptir Norður-Karólína ekki jafn miklu máli fyrir Repúblikana. Sigur í Pennsylvaníu eða Michigan gerir það að verkum að Trump hefur efni á tapi í Norður-Karólínu en eigi samt líkur á að ná 270 kjörmönnum.Sjá einnig: Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Ef hann hins vegar nær því ekki, heldur í Norður-Karólínu og Arizona, nær Flórída Ohio og Iowa aftur, ásamt hluta Maine, nær hann einungis 260 kjörmönnum. Trump þyrfti þá einhvernvegin að ná 10 kjörmönnum í viðbót. Fjórir menn New Hampshire og þeir sex sem Nevada á myndu bjarga honum. Níu kjörmenn Colorado, 15 menn Michigan og þeir 20 sem Pennsylvania hefur eru einnig mögulegir.Ríkin sem Clinton þarf að vinna Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. Þar á meðal eru ríkin Michigan, Pennsylvanía og Wisconsin. Trump herjar eins og áður segir á þau ríki, en Clinton hefur náð að halda forskoti sínu þar í skoðanakönnunum. Hins vegar þurfa kjósendur í Michigan og Pennsylvaníu að kjósa á sjálfan kjördag, en Clinton hefur mikið reitt sig á utankjörfundaratkvæðagreiðslur í öðrum ríkjum. Ef Clinton nær að narra íbúa Michigan og Pennsylvaníu á kjörstað, ásamt því að næla sér í Norður-Karólínu, Flórída eða Ohio, er hún nánast búin að tryggja sér sigurinn. Sjá einnig:Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Ef hún nær engu þessa þriggja ríkja, þarf hún að halda í Virginíu, Colorado, New Hampshire og Nevada, þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðslur hafa veitt henni töluvert forskot.Munu kjósendur af suður-amerískum uppruna mæta á kjörstað? Stuðningsmenn Clinton einkennast af vel menntuðu fólki, konum og kjósendum af Suður-Amerískum uppruna sem hafa ekki kosið áður. Í ríkjum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla er í boði, líkt og Nevada og Flórída, bendir allt til þess að þessir nýju kjósendur mæti vel á kjörstað. Til að mynda höfðu 57 þúsund manns kosið í Nevada á föstudag, og mynduðust langar raðir í hverfum þar sem Bandaríkjamenn af Suður-Amerískum uppruna eru í meirihluta. Margir nýir kjósendur eru, samkvæmt skoðanakönnunum, að mæta á kjörstað til að mótmæla Trump. Þá stólar Clinton á að afstaða fólks af Suður-Amerískum uppruna hafi ekki verið mæld rétt í kosningabaráttunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þennan markhóp ber á góma. Eftir forsetakosningarnar árið 2012 benti Repúblikanaflokkurinn á að ekki hefði nægilega verið höfðað til fólks af Suður-Amerískum uppruna og að flokkurinn þyrfti að bæta úr því. Forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur gjörsamlega afneitað þessum ráðleggingum. Orð Trump um mexíkóska innflytjendur, sem og orð hans í garð kvenna, hafa gert það að verkum að Clinton hefur mikið forskot meðal kvenkjósenda. Þá hefur framboð Clinton lagt ríka áherslu á niðrandi orð Trump í garð kvenna á miðjunni, sem hafa hjálpað Repúblikönum í fyrri kosningum.Una Sighvatsdóttir, fréttamaður 365, er stödd í Bandaríkjunum yfir kosningarnar. Innslag hennar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem hún meðal annars ræðir við fólk á kosningaskrifstoru Repúblikana.Lumar Trump á „þöglum meirihluta?“ Helsti styrkleiki Trump er yfirþyrmandi stuðningur frá óánægðum hvítum kjósendum, einna helst lítið menntuðum hvítum körlum. Framboð hans hefur mikið byggt á því að þeir kjósendur, sem margir eru óflokksbundnir eða Demókratar, muni heillast af verndarstefnu Trump í viðskiptum, og skila sér í góðu fylgi á kjördag. Til að þetta skili sér þarf hins vegar stór hluti Demókrata að sitja heima á morgun. Líklegt er að Trump sigri í Iowa og hefur mælst ofar en Clinton í Ohio. Hann stólar á að millistéttar-Demókratar í Pennsylvaníu og Michigan færist yfir á hans band og að hann sigir annað þessa ríkja. Michigan hefur spilað stóra rullu á lokametrum kosningabaráttunnar. Þar hafa íbúar til að mynda lent illa í þeim viðskiptasamningum sem Trump segist vilja endurskoða. Herbúðir Clinton hafa þó reynt að snúa vörn í sókn og sent Clinton sjálfa þangað, ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta, til að tala við kjósendur.Munu svartir kjósendur skila sér á kjörstað? Eitt aðaláhyggjuefni Demókrata er hvort svartir kjósendur, sem í gegnum tíðina hafa hallast til vinstri, muni mæta á kjörstað í þeim fjölda líkt og þegar Obama var í framboði árin 2008 og 2012. Ef svo verður ekki, gæti hallað á Clinton í lykilríkjum, sérstaklega Flórída og Norður-Karólínu. Obama hefur reynt að leggja sitt á vogarskálarnar til að aðstoða við að ná til svartra kjósenda og hefur meðal annars sagt að kosningar snúist jafnt um hann sem og Clinton. „Ég veit að það er fjöldi fólks á rakarastofum og snyrtistofum, í hverfunum sem segja við sjálf sig „Við elskum Barack, við elskum Michelle, þetta var spennandi en núna erum við ekki jafn spennt.““ sagði Obama. „En vitið hvað? Ég þarf að allir skilji að allt sem við höfum gert stendur og fellur með því að það taki einhver við keflinu sem trúir á sömu hluti og ég.“Áhrif Trump á Repúblikanaflokkinn Frá því að Trump hreppti tilnefningu Repúblikana í maí síðastliðnum hafa þingmenn flokksins þurft að svara fyrir allt sem hann segir – allt frá árásum á margverðlaunaðan hermann sem dó á vígvelli og til píku ummælanna frægu. Sjá einnig: Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Um leið og kosningunum líkur munu þingmenn Repúblikana aftur ná völdum innan flokksins, sérstaklega ef þeir ná að halda velli í þingi og öldungadeildarþinginu. Þá þarf flokkurinn að ákveða hvað þau ætli að gera við viðhorf Trump til viðskiptafrelsis, ákall hans um að hlutverk Bandaríkjanna verði minna á alþjóðasviðinu, sem og gagnrýni hans á þingmenn flokksins. Þetta gerist hvort sem hann vinnur eða tapar.Hvernig mun taparinn taka úrslitunum Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og eru Bandaríkjamenn nánast klofnir í afstöðu sinni. Svo mikilvægasta spurningin gæti verið hvernig minnipokamaðurinn bregst við úrslitunum. Trump og Clinton eru bæði ótrúlega óvinsælir frambjóðendur. Hálf þjóðin telur Clinton vera glæpamann og hinn helmingurinn telur Trump vera rasista og kvenhatara. Þá hefur Trump sjálfur sagt að hann telji kosningunum vera hagrætt. Hann hefur lagt í efa hvort að utankjörfundaratkvæði sem berist með pósti verði yfirleitt talin og haldið því fram að kosningasvindl sé algengt. Viðbrögð taparans munu skipta sköpum í ímyndarsköpun sigurvegarans, hvort sem þau verða jákvæð eða neikvæð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00 Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. 7. nóvember 2016 22:59 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
Stöð 2 heimsækir Repúblikana: „Bandaríkin verða stórkostleg aftur“ Í kosningamiðstöð Repúblikanaflokksins í Fairfax í Virginíu hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í því að fá fólk til að mæta á kjörstað. 7. nóvember 2016 19:00
Trump reynir að friða alþjóðasamfélagið á lokametrunum Kosningateymi Donald Trump vinnur nú hörðum höndum við að bæta orðspor hans hjá alþjóðasamfélaginu á lokametrum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. 7. nóvember 2016 22:59
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00
Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52