Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:22 Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira