Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 16:46 Fjórir voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vísir/Heiða Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin
Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48