Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 16:46 Fjórir voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Vísir/Heiða Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir fjórum einstaklingum sem voru grunaðir um aðild að máli sem varðar rannsókn lögreglu á íkveikju á húðflúrstofu í Hafnarfirði. Lesa má dóma Hæstaréttar á vef dómsins en í öllum þeirra má lesa greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið en þar segir meðal annars að það varði almannahættubrot, hótanir og eignaspjöll. Er þar rakið að aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember síðastliðinn hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna elds og sprengingar á húðflúrstofunni Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í ljós kom að tívolíbomba hafði verið sprengd upp og rýmið orðið fyrir miklum skemmdum af völdum reyks, elds og sprengingar. Töluverðar skemmdir eru á húsnæðinu en gler og gluggar í kring sprungu.Hótanir gagnvart konu sem vann áður hjá þeim sem eru í gæsluvarðhaldi Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni en hún er sögð hafa starfað áður á húðflúrstofu sem tveggja manneskja sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á þessu máli. Konan hætti á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum en í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að frá því hún hætti störfum hafi hún ítrekað fengið hótanir frá eigendum stofunnar og öðrum þeim tengdum. Í greinargerðinni kemur fram að lögreglan hafi þrjú önnur mál er varða ónæði, húsbrot, hótanir og eignaspjöll gagnvart konunni frá því í byrjun janúar 2016. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljósi hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Í greinargerðinni segir að grunur sé um að eigendur stofunnar standi að baki þessum eignaspjöllum og hótunum en fram kom við rannsókn málsins að eigendurnir hafi fengið tvo aðra einstaklinga til að hóta konunni og ónáða hana.Segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar frá ónafngreindum aðilum Lögregla segist hafa undir höndum áreiðanlegar upplýsingar frá aðilum sem vilja ekki láta nöfn sín getið að þeim hafi borist hótanir frá kærðu í málinu vegna tengsla þeirra við konuna. Þessir aðilar hafi staðfest framburð konunnar um að þeir einstaklingar sem liggja undir grun í málinu hafi staðið í hótunum við konuna og aðila tengdri henni í nokkurra mánaða skeið. Konan er sögð hafa rekið húðflúrstofuna með kærasta sínum. Áður en þau opnuðu stofuna fengu þau ítrekaðar hótanir frá þessum sömu aðilum um að ef stofan yrði opnuð myndi hún verða eyðilögð, að því er fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Konan og kærasti hennar höfðu opnað stofuna þennan sama dag og sprengingin varð. Fram hafði komið í fjölmiðlum að fjórar manneskjur hefðu verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald, þrír karlar og ein kona. Nú hefur Hæstiréttur hins vegar ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum þeirra úr gildi.Ekki talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun Í dómum Hæstaréttar er rökstuðningurinn fyrir því að fella gæsluvarðhaldsúrskurðina fjóra úr gildi sá sami. Þar kemur fram að í gögnum málsins segi að lögreglan hafi kannað öryggismyndavélar nærri brotavettvangi. Þar megi sjá tvo menn sem koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur segir í dómi sínum að aftur á móti segi ekkert um að þekkja megi þá einstaklinga sem þar áttu hlut að máli. Þá segir Hæstiréttur að ekki verði talið að lögregla hafi leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar, sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi, hafi framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Loks segir Hæstiréttur að ekki komi fram í gögnum málsins að við húsleit hafi eitthvað fundist sem bendi til þeir einstaklingar sem nú eru lausir úr haldi hafi framið brotin
Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48