Erlent

Janet Reno látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reno varð fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra í Bandaríkjunum.
Reno varð fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Janet Reno, fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra í Bandaríkjunum er látin, 78 ára að aldri. Reno þjáðist af Parkinsons-veiki og lést á heimili sínu í Miami vegna fylgikvilla sjúkdómsins.

Reno gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bill Clinton á árunum 1993 til 2001 og gegndi því embætti lengur en nokkur annar á 20. öldinni. Reno þótti öflugur ráðherra sem var þó aldrei hluti af innsta hring Clinton.

Hún mátti þó glíma við ýmis erfið mál sem dómsmálaráðherra og var hún helst gagnrýnd fyrir að árás bandarísku alríkislögreglunnar FBI á sértrúarsöfnuð í Waco í Texas árið 1993. Þá þótti ákvörðun hennar um að heimila alríkislögreglumönnum að fjarlægja Elian Gonzales, kúbverskan dreng, af heimili sínu í Flórída svo flytja mætti hann til föðurs síns á Kúbu, umdeild.

Eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra bauð hún sig gegn Jeb Bush, ríkisstjóra Flórida, en þurfti að lúta í lægra haldi.

Reno fæddist 21. júlí 1938 og var elst fjögurra systkina. Hún út­skrifaðist frá Cornell með gráðu í efna­fræði og nam lögfræði við Harvard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×