Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2016 10:30 Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00