Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2016 10:30 Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00