Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Ágúst Tómasson kennari Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira