Erlent

Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins

Bjarki Ármannsson skrifar
Liðsmaður SDF.
Liðsmaður SDF. Vísir/EPA
Herbandalag Kúrda og Araba (SDF) segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa, „höfuðborg“ yfirráðasvæðis hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, hafna. Bandalagið nýtur stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.

Íslamska ríkið hefur ráðið ríkjum í Raqqa frá árinu 2014 og talað um hana sem höfuðborg ríkis síns.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, ræður SDF yfir um þrjátíu þúsundum hermanna en búist er við að langan tíma taki að brjóta liðsmenn Íslamska ríkisins í Raqqa á bak aftur.

Hryðjuverkasamtökin hafa á undanförnu einu og hálfu ári misst um fjórðung af yfirráðasvæði sínu. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig að því um þessar mundir að hrekja liðsmenn samtakanna úr borginni Mósúl í Írak, sem samtökin hafa ráðið yfir undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar

Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum.

Átökin í Mosúl hafa harðnað

Stjórnarherinn í Írak hefur hert sókn sína og náð fleiri hverfum á sitt vald. Ekkert er vitað hvar leiðtogi Daish-samtakanna er nú niðurkominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×