Innlent

Bandaríkjamenn skoða að koma á fót tollskoðun í Keflavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Bandarísk yfirvöld munu að ósk íslenska ríkisins kanna möguleikann á því að koma á fót tollskoðun og forvottun farþega á leið til Bandaríkjanna við brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli.
Bandarísk yfirvöld munu að ósk íslenska ríkisins kanna möguleikann á því að koma á fót tollskoðun og forvottun farþega á leið til Bandaríkjanna við brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/HAG
Bandarísk yfirvöld munu að ósk íslenska ríkisins kanna möguleikann á því að koma á fót tollskoðun og forvottun farþega á leið til Bandaríkjanna við brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Slíkt fyrirkomulag er við lýði á nokkrum flugvöllum, til dæmis í Dyflinni á Írlandi, og segir í tilkynningunni að það þyki vera til mikils hagræðis fyrir farþega sem fá skjótari afgreiðslu við lendingu á áfangastað í Bandaríkjunum.

Þá segir að fyrirkomulagið myndi styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar auk þess sem það fæli í sér staðfestingu á góðri niðurstöðu úr ítarlegu gæðamati flugvallarins.

„Þetta eru afar góðar fréttir og festir Keflavíkurflugvöll í sessi sem öflugan tengiflugvöll,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×