Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ef ekki fæst niðurstaða í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hætt við því að starf grunnskólanna raskist á næstunni. vísir/vilhelm Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent