Milljarðatjón hefur lítil áhrif Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Hámarksstyrkleiki jarðskjálfta er misjafn eftir svæðum. Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira