Átökin í Mosúl hafa harðnað Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Írakskir hermenn komnir til Gogjali, eins úthverfis Mosúlborgar. Nordicphotos/AFP Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35
Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50
UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50