Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 19:00 Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira