Erlent

Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sérsveitir hafa staðið í ströngu og barist við vígamennina á strætum hverfisins
Sérsveitir hafa staðið í ströngu og barist við vígamennina á strætum hverfisins Vísir/Getty
Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. Þetta kemur fram inn á vef BBC.

Heimildir herma að herinn hafi náð undir sig 90 prósent svæðisins. Sérsveitir hafa staðið í ströngu og barist við vígamennina á strætum hverfisins. Innrásin í al-Zahra héraðið hófst kl 04.00 í nótt á íslenskum tíma.

Berjast harkalega

Samkvæmt heimildarmönnum BBC veita vígamennirnir harða mótspyrnu og notast við leyniskyttur, bílasprengjur og eldflaugar. Til að mynda reyndi herinn einnig að ráðast inn á Karama svæðið suður af al-Zahra en varð að snúa við þar sem Isis liðar vörðust harkalega og höfðu lokað vegina af.

Íbúar al-Zahra héraðsins, sem BBC ræddi við, segja að Isis samtökin hafi vitað af því að írakskir hermenn hyggðust ráðast inn í hverfið og að hermennirnir hafi flúið svæðið að undanskildum fjórum vígamannahópum sem vörðust gegn innrás hersins.

Vernda almenna borgara

Sameinuðu Þjóðirnar benda á að 1,5 milljónir íbúa borgarinnar búi við fjöldamorð og flækist inn í stríðsátökin gegn eigin vilja. Skipulögð loftáras var gerð á herstöð Isis manna en hermenn íraka hafa fengið ítrekanir frá liðsforingjum sínum að vernda beri almenna borgara.

Írakski herinn, ásamt kúrdískum öflum hafa barist við vígamenn Isis samtakanna með hjálp frá Bandaríkjamönnum síðan 17. október síðast liðinn. Herinn hefur náð að yfirtaka yfir 12 þorp og bæji í nágrenni Mosul. Í hópinn hafa bæst um 200 íranskar/kúrdískar konur sem berjast ötullega gegn árásum Isis. Þær eru núna hluti af 600 manna hóp sem kalla sig Kúrdísku friðarsamtökin.

Talsmaður hersins segist vona að þeir nái að yfirtaka svæðið að fullu sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×