Afganskir flóttamenn flykkjast aftur til heimalandsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 15:17 Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið. Flóttamenn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Búist er við að 1,5 milljónir flóttamanna muni flytja til Afganistan þegar árinu lýkur en fólkið á það sameiginlegt að vera Afganir sem hafa flúið heimaland sitt á seinustu árum og áratugum. Afganistan er því að taka við meira af afgönskum flóttamönnum á þessu ári en Evrópa og Suður-Asía til samans. Þetta kemur fram í grein New York Times.Sumir þeirra munu koma frá Evrópu en samkomulag náðist á milli Evrópusambandsins og Afganistans í október um að afhenda aftur þá afgönsku flóttamenn sem ekki fengu landvistarleyfi. Stór hluti kemur einnig frá Íran og Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar segja að Pakistan og Íran hýsi nú um 1,3 milljónir afganskra flóttamanna en þar að auki hafast um 700.000 óskráðra afganskra flóttamanna þar að. Verða fyrir áreiti Margir Afganir segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu pakistanskra stjórnvalda og á það þátt í því að margir skráðra afganskra flóttamanna neyðast til að yfirgefa landið. Talsverður hluti þessara afgönsku flóttamanna hafa jafnvel dvalið í Pakistan í fleiri áratugi. Nú standa þeir hins vegar frammi fyrir því að þurfa að snúa aftur heim þar sem skilyrðin í nýju heimalöndunum séu orðin óbærileg og þeim gert erfitt fyrir af stjórnvöldum.Ströng tímamörk Stjórnvöld í Pakistan hafa einnig gefið óskráðum flóttamönnum þau fyrirmæli að þeir þurfi að afla sér löglegra skilríkja og pappíra á borð við landvistarleyfi og vegabréf. Þeir hafa til 15. nóvember næstkomandi en ef þeir hafa ekki náð að uppfylla þessi skilyrði fyrir þann tíma eiga þeir á hættu á því að verða handteknir eða vísað úr landi. Þessi þróun gæti valdið því að fleiri afganskir flóttamenn muni yfirgefa Pakistan á komandi vikum. Þeir geta flestir ekki farið aftur til gamla heimabæjar síns enda oft sem heimabærinn er illa farinn og stríðshrjáður.Gera stjórnvöldum erfitt fyrir Samkvæmt yfirvöldum í Afganistan gerir þessi mikli aðflutningur flóttamanna stjórnvöldum erfitt fyrir enda landið í erfiðri stöðu eftir mikil stríðsátök. Fjármagn vantar og hjálparsamtök ná ekki að halda utan um allan þennan fjölda sem streymir inn í landið. Samkvæmt afgönskum stjórnvöldum hefur stríðið í landinu leitt til mikilla brottfluttninga frá átakasvæðum landsins. Á síðustu tveimur mánuðum hafa 600.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og bætast því við þá 1,2 milljónir flóttamanna sem þegar voru í landinu. Þannig er flóttamannafjöldi þeirra sem dvalið hafa í landinu fljótlega kominn upp í 1,8 milljón manns. Við þetta bætist innflutningur 1,5 milljóna flóttamanna frá Evrópu, Pakistan og Íran. Það þýðir að þrjár milljónir flóttamanna, þeir sem sendir voru aftur til landsins og þeir sem aldrei fóru, dvelja nú innan landamæra Afganistans en það er mesti fjöldi sem hefur verið.
Flóttamenn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira