Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 14:00 Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna. Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna.
Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08