Innlent

Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar koma saman til fundar við Bjarna Bendiktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum í gær.
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar koma saman til fundar við Bjarna Bendiktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum í gær. vísir/anton brink
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á.

Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn.

„Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr.

Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum.

„Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk.


Tengdar fréttir

Benedikt verði forsætisráðherra

Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn.

Benedikt segir engan póker í gangi

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×