Matthías Orri: Líður eins og við getum ekki unnið Smári Jökull Jónsson í Hellinum skrifar 3. nóvember 2016 21:53 Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur ÍR-inga í kvöld með 20 stig. vísir/ernir Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn