Endurhæfingarlæknar fáir og nýliðun lítil Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Miklu færri en vilja komast að í endurhæfingu á Reykjalundi þegar þeir þurfa þess. vísir/valli Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira