„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Anton Egilsson skrifar 2. nóvember 2016 19:05 Mikið var strikað yfir nafn Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi samflokksmönnum sínum í Norðausturkjördæmi. Hann segir jafnframt í yfirlýsingunni að það hljóti að vera einsdæmi að fólk úr öðrum kjördæmum blandi sér í kosningabaráttu með þessum tilgangi. Honum segist hafa sárnað hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.” Fjallað var um það á Vísi í gær að mikið hafi verið um útstrikanir á nafni Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Alls strikuðu 817 yfir nafn Sigumundar eða 18 prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Sigmundur telur þó ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem náðist í Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Flokkurinn hafi misst hlutfallslega minnst fylgi í kjördæminu ásamt Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að hafa verið fáliðuð í kosningabaráttunni.Hér má lesa yfirlýsingu Sigmundar í heild sinni:Kæru félagar og vinirÉg færi ykkur kærar þakkir fyrir stuðninginn undanfarnar vikur, á kjördæmisþingi, flokksþingi og í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan var um margt óvenjuleg. Hjá okkar flokki kom hún í beinu framhaldi af mánaðalöngu óvissu- og átakaástandi. Fyrir vikið lenti óvenju mikil vinna á færra fólki í kosningabaráttunni nú en í síðustu kosningum. Mig langar því að þakka þeim sérstaklega sem lögðu á sig þá vinnu. Í ljósi þessa er auk þess ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir þeim árangri sem náðist í kosningunum. Kjördæmi okkar missti hlutfallslega minnst fylgi á milli kosninga, ásamt Norðvesturkjördæmi.Mér hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá en ég er hins vegar þeim mun þakklátari þeim yfirgnæfandi meirihluta Framsóknarmanna í kjördæminu sem hefur stutt mig með ráðum og dáð undanfarin misseri og í kosningunum. Þann stuðning fæ ég seint fullþakkað.Eins og þið urðuð eflaust mörg vör við ákvað hópur fólks að verja kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að taka þátt í að afla flokknum fylgis. Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.Mörg ykkar hafið haft áhyggjur af stöðu mála í flokknum og spurt ýmissa spurninga um gang mála að undanförnu og stöðuna nú. Ég hafði nefnt að rétt væri að bíða með að ræða þau mál fram yfir kosningar en tel líka rétt að við bíðum með slíka umræðu á meðan enn er óvissa um stjórn landsins. Þegar þau mál hafa verið til lykta leitt gefst tækifæri til að ræða og leysa önnur mál.Að lokum ítreka ég hversu mikið ég hlakka til að vinna með ykkur að því að Norðausturkjördæmi og landið okkar fái notið þeirra miklu tækifæra sem framtíðin ber í skauti sér.Með kærri kveðju,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Tengdar fréttir Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi samflokksmönnum sínum í Norðausturkjördæmi. Hann segir jafnframt í yfirlýsingunni að það hljóti að vera einsdæmi að fólk úr öðrum kjördæmum blandi sér í kosningabaráttu með þessum tilgangi. Honum segist hafa sárnað hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.” Fjallað var um það á Vísi í gær að mikið hafi verið um útstrikanir á nafni Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Alls strikuðu 817 yfir nafn Sigumundar eða 18 prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Sigmundur telur þó ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem náðist í Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Flokkurinn hafi misst hlutfallslega minnst fylgi í kjördæminu ásamt Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að hafa verið fáliðuð í kosningabaráttunni.Hér má lesa yfirlýsingu Sigmundar í heild sinni:Kæru félagar og vinirÉg færi ykkur kærar þakkir fyrir stuðninginn undanfarnar vikur, á kjördæmisþingi, flokksþingi og í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan var um margt óvenjuleg. Hjá okkar flokki kom hún í beinu framhaldi af mánaðalöngu óvissu- og átakaástandi. Fyrir vikið lenti óvenju mikil vinna á færra fólki í kosningabaráttunni nú en í síðustu kosningum. Mig langar því að þakka þeim sérstaklega sem lögðu á sig þá vinnu. Í ljósi þessa er auk þess ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir þeim árangri sem náðist í kosningunum. Kjördæmi okkar missti hlutfallslega minnst fylgi á milli kosninga, ásamt Norðvesturkjördæmi.Mér hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá en ég er hins vegar þeim mun þakklátari þeim yfirgnæfandi meirihluta Framsóknarmanna í kjördæminu sem hefur stutt mig með ráðum og dáð undanfarin misseri og í kosningunum. Þann stuðning fæ ég seint fullþakkað.Eins og þið urðuð eflaust mörg vör við ákvað hópur fólks að verja kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að taka þátt í að afla flokknum fylgis. Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.Mörg ykkar hafið haft áhyggjur af stöðu mála í flokknum og spurt ýmissa spurninga um gang mála að undanförnu og stöðuna nú. Ég hafði nefnt að rétt væri að bíða með að ræða þau mál fram yfir kosningar en tel líka rétt að við bíðum með slíka umræðu á meðan enn er óvissa um stjórn landsins. Þegar þau mál hafa verið til lykta leitt gefst tækifæri til að ræða og leysa önnur mál.Að lokum ítreka ég hversu mikið ég hlakka til að vinna með ykkur að því að Norðausturkjördæmi og landið okkar fái notið þeirra miklu tækifæra sem framtíðin ber í skauti sér.Með kærri kveðju,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tengdar fréttir Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07