Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2016 12:07 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fylgdist líkt og margir með atburðarásinni á Bessastöðum á tólfta tímanum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð hjá forseta Íslands til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í nýafstöðnum kosningum og hafði Bjarni farið fram á umboðið. Sömu sögu er að segja um Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Katrín um ákvörðun Guðna. Forseti hitti formenn allra flokka á mánudag og ræddi svo aftur við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær. „Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu.“Lagði til fimm flokka stjórn Katrín lagði sjálf til fimm flokka stjórn á fundi sínum með Guðna á mánudaginn. Hún væri tilbúin til að leiða þá stjórn. „Síðar kom á daginn að aðrir flokkar höfðu áhuga á að mynduð yrði minnihlutastjórn,“ segir Katrín og vísar til þess að Birgitta Jónsdóttir sagði Pírata reiðubúna til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Sömu sögu var að segja um Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann Samfylkingar, sem taldi Katrínu best til þess fallna að leiða slíka minnihlutastjórn. Katrín segir eðlilegt að forseti hafi farið þá leið að veita þeim umboð sem væru með fleiri spil á hendi, sem væri Bjarni í ljósi þess að hann gæti myndað meirihlutastjórn. „Ég er ekkert svekkt,“ segir Katrín á léttum nótum. Það þýði ekki í þessum bransa. Aðspurð um hvað hún telji að gerist næst, hvort framundan séu viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar bendir hún á orð Bjarna um að hann muni funda með öllum flokkum. Bjarni sagði sjálfur við blaðamenn í dag að hann útilokaði ekkert, hvorki Framsóknarflokkinn né annan flokk þegar viðræður væru annars vegar.Engin fundahöld í VG Sumir hafa kallað eftir því að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur taki saman höndum enda sammála í mörgum grundvallarmálum þótt flokkarnir séu vissulega hvor á sínum væng stjórnmála. Aðrir telja að það gæti reynst banabiti Vinstri grænna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Við höfum ekkert fundað um þetta í flokknum,“ segir Katrín. Flokkurinn haldi sýnu striki og líkt og aðrir fylgjast með því sem gerist í framhaldinu. Óvíst er hve langan tíma viðræður um nýja stjórn munu taka en forseti óskaði þó eftir því við Bjarna að fá veður af stöðu mála í kringum helgina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41 Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. 2. nóvember 2016 11:41
Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu 2. nóvember 2016 11:47
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent