Snéri aftur í boltann í sumar og gerir nú tveggja ára samning við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 09:30 Dóra María Lárusdóttir er ein af bestu knattspyrnukonum landsins. Vísir/Hanna Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira