1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:45 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton brink Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38