Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Anton Egilsson skrifar 19. nóvember 2016 17:26 Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton. Vísir/GETTY Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York. Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg. Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins. Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.Here's Pence getting booed as he gets to his seats at Hamilton pic.twitter.com/IRQG68x1sB— David K (@dkipke12) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira