Enski boltinn

Hart gat bara farið til Torino

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Hart er að spila vel á Ítalíu.
Joe Hart er að spila vel á Ítalíu. vísir/getty
Enski markvörðurinn Joe Hart hefur nú viðurkennt að ástæðan fyrir því að hann ákvað að fara á láni til ítalska félagsins Torino frá Manchester City í sumar var að það hafi ekkert annað lið áhuga á starfskröftum hans.

Þessi enski landsliðsmarkvörður missti sætið sitt í byrjunarliðinu þegar Pep Guardiola tók við liðinu í sumar. Claudio Bravo er núna orðinn aðalmarkvörður liðsins og Willy Caballero varamarkvörður.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá gerðist þetta allt saman á mjög stuttum tíma og ég hafði fáa valmöguleika,“ segir Hart í ítölskum fjölmiðlum.

„Ef ég er hér, þá er það útaf því að ég hafði engan annan valmöguleika. Ég er aftur á móti mjög þakklátur þessu félagi.“

Hart hefur byrjað 10 leiki í marki Torino sem situr í sjöunda sæti ítölsku seríu A-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×