Innlent

Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Síðasta helgi rjúpnaveiðitímabilsins stendur nú yfir, frá föstudegi til sunnudags.
Síðasta helgi rjúpnaveiðitímabilsins stendur nú yfir, frá föstudegi til sunnudags. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði á Héraði. Tilkynning barst björgunarsveitum nú fyrir skömmu og getur Landsbjörg því ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur næstkomandi sunnudag, en um er að ræða tólf daga sem skiptast á fjórar helgar.

Uppfært kl. 21.00

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er fjölmennt lið frá öllum björgunarsveitum á Austurlandi og Þingeyjasýslu á svæðinu, meðal annars með leitarhunda. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið kölluð út.  

Uppfært kl 22.20

Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út laust fyrir klukkan átta í kvöld til leitar að rjúpnaskyttu. Maðurinn gekk til rjúpa frá sumarhúsabyggðinni í landi Einarsstaða á Héraði og óskað var eftir aðstoð þegar hann skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur.

 

Björgunarsveitir frá Eyjafirði allt suður til Öræfasveitar hafa verið kallaðar út, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja björgunarsveitamenn með sporhunda á leitarsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×