Seljum allt frá gítarnöglum upp í flygla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 11:15 Starfsmenn Hljóðfærahússins að koma sér í gírinn, Arnar Freyr Gunnarsson, Sindri Már Heimisson, Arnar Þór Gíslason og Jón Kjartan Ingólfsson. Vísir/GVA Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira