Erlent

Samþykkja áframhaldandi þvinganir gegn Rússum

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel og Barack Obama í Berlín í dag.
Angela Merkel og Barack Obama í Berlín í dag. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Evrópu hétu því í dag að halda samstarfi Atlantshafsbandalagsríkja áfram. Einnig var samþykkt að halda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi áfram.

Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Spánar og Þýskalands funduðu í Þýskalandi í dag þar sem rætt var um NATO og Íslamska ríkið.

Samkvæmt Guardian leituðu leiðtogarnir að tryggingum frá Obama um að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, um áframhaldandi viðleitni að friði í Sýrlandi og í Úkraínu.

Obama tók fram að Trump væri ólíklegur til að fylgja þeim áætlunum sem hafa þegar verið gerðar að fullu. Hann sagðist þó vonast til þess að Trump myndi mynda uppbyggilegar stefnur og verja gildi lýðræðis og laga.

Ekki væri hægt að til dæmis semja við Rússa svo samningarnir skaði fólk, brjóti gegn alþjóðlegum viðmiðum og ógni öryggi smáríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×