Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Michael Flynn, Jeff Sessions og Mike Pompeo. Vísir Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Sjá meira