Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 10:45 myndir/aðsendar Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum. Box Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. Annars vegar er það ósigraði þungavigtargarpurinn Kolbeinn Kristinsson (7-0) sem mun berjast í sínum áttunda atvinnubardaga og hins vegar hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir (0-0) sem þreytir frumraun sína í atvinnumannabardaga. Valgerður brýtur þar með blað í íslenskri íþróttasögu þar sem hún verður fyrsta íslenska konan sem berst sem atvinnumaður í hnefaleikum. Upprunalega stóð ekki til að Kolbeinn myndi berjast á þessu kvöldi en það var ekki fyrr í þessari viku að honum var boðinn bardaginn þar sem fyrri andstæðingurinn þurfti að draga sig úr leik sökum meiðsla. Kolbeinn hefur undanfarna daga dvalið á Álandseyjum í æfingabúðum og er því algjörlega tilbúinn í sinn bardaga þótt hann hafi komið upp með mjög skömmum fyrirvara. Andstæðingur Kolbeins er 31 árs gamall ósigraður Georgíumaður sem heitir Archil Gigolashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hefur unnið báða sína atvinnubardaga á stigum. Kolbeinn er talsvert hærra skrifaður innan hnefaleikaheimsins en hann og ætti samkvæmt tölfræðinni að bera sigur úr býtum. „Ég er ekkert að spá í tölfræðinni. Við erum báðir með tvær hendur og við getum báðir slegið fast. Ég undirbý mig alltaf eins andlega fyrir bardaga og það skiptir engu máli á móti hverjum ég er að fara. Ég ber virðingu fyrir öllum mönnum sem hafa kjark til að keppa í þessari íþrótt og ég veit einnig að það þarf bara eitt gott högg til að breyta gangi leiksins þess vegna vanmet ég engan, en ég ofmet engan heldur. Ég hef mikla trú á sjálfum mér, veit hvaða styrkleika ég hef og ég mun bara boxa minn bardaga. Það er sjö sinnum búið að skila því að höndin á mér var rétt upp að bardaga loknum og ég er ekki í nokkrum vafa um að að það mun gerast í áttunda sinn á morgun,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu. Valgerður, sem er 31 árs gömul, er liðsfélagi Kolbeins í hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft og keppt í hnefaleikum frá 2011. Hún hefur stefnt að því að verða atvinnumaður í íþróttinni um langt skeið og greip því tækifærið með báðum höndum þegar henni bauðst að berjast á þessu bardagakvöldi. Hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1) sem á tvo bardaga að baki, einn sigur og eitt tap. Valgerður segist hafa verið að undirbúa sig fyrir þennan bardaga ansi lengi og því sé hún full tilhlökkunar. „Ég er búinn að boxa ótal áhugamanna- og æfingabardaga. Við búum á Íslandi og hér eru atvinnuhnefaleikar ekki leyfðir, en hinsvegar tökum við bara þeim mun fastar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég sé rétt undirbúin fyrir bardagann á morgun. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta íslenska konan sem stígur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mikill uppgangur í hnefaleikum á Íslandi,“ segir Valgerður.Keppnin hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa á hana í beinni útsendingu hér, gegn 99 sænskum krónum.
Box Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti