Vegendary slær í gegn 18. nóvember 2016 13:45 Vegendary skorar hátt hjá gallhörðum grænmetisætum og þeim sem borða kjöt. Fyrr í vikunni setti Domino’s nýja grænmetispizzu á matseðil sem í sjálfu sér er kannski ekki fréttnæmt en það er skemmtilegt hvernig til þess kom. Spjallað var við Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Domino’s um þessa nýju grænmetispizzu og tilurð hennar.Þessi nýja grænmetispizza, Vegendary, hún á sér smá forsögu, er það ekki?„Jú, það má segja það. Mig minnir að það hafi verið í sumarbyrjun sem ég rakst á söngkonuna Sölku Sól Eyfeld sem sagði mér að hún og Arnar Freyr kærasti hennar og rappari í Úlfi Úlfi, væru með frábæra hugmynd að grænmetispizzu, enda bæði grænmetisætur. Þau höfðu víst þróað sína eigin grænmetispizzu með tilheyrandi tilraunastarfsemi í hvert skipti sem þau pöntuðu á Domino’s. Svo kom að því að þeim fannst þau vera dottin niður á snilldarpizzu,“ útskýrir Anna Fríða og brosir.Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.Pizzan fékk alls staðar toppeinkunnHenni leist vel á hugmyndina en það er nú eins og gengur þegar fólk hefur mikið að gera, þau fóru sínar leiðir og þessar pælingar voru settar á ís. „Það var síðan ekki fyrr en í haust sem við ákváðum gera eitthvað í málinu. Okkar megin á Domino’s fórum við að skoða málið betur, prófa pizzuna og leyfa öðrum að smakka. Vegendary fékk alls staðar toppeinkunn enda góð samsetning af áleggstegundum; cheddarostur, ferskur mozzarella, ananas, jalapeño, laukur, rauðlaukur, hvítlaukur, chiliflögur, svartur pipar og BBQ sósa ofan á öll herlegheitin. Það var líka greinilegt að Vegendary var ekki bara að skora hátt hjá gallhörðum grænmetisætum heldur líka hjá þeim sem borða kjöt. Og það var einmitt ein aðalpælingin hjá þeim Arnari Frey og Sölku Sól, að gera matarmikla pizzu, grænmetispizzu sem er hægt að fá sér þegar maður er virkilega svangur, jafnvel eftir erfitt kvöld á djamminu.“Er jafnvel fyrirhugað að fara oftar þessa leið við að bjóða nýjungar?„Ég veit það nú ekki, þetta bara datt upp í hendurnar á okkur. Auðvitað erum við alltaf að leita nýrra leiða til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina okkar. Við störfum í síbreytilegu umhverfi, þessi markaður breytist hratt og kröfurnar eru miklar. Þannig viljum við hafa það. Í þessu tilfelli höfðu þau Salka Sól og Arnar Freyr samband við okkur að fyrra bragði sem gerir þetta svolítið sérstakt og skemmtilegt, enda einstaklega viðkunnanleg bæði tvö. Það er gaman þegar fólk hefur ástríðu fyrir Domino’s-pizzum,“ segir Anna Fríða í léttum dúr. Salka Sól og Arnar Freyr höfðu samband við Domino's með hugmynd að nýrri grænmetispizzu. Matur Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fyrr í vikunni setti Domino’s nýja grænmetispizzu á matseðil sem í sjálfu sér er kannski ekki fréttnæmt en það er skemmtilegt hvernig til þess kom. Spjallað var við Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Domino’s um þessa nýju grænmetispizzu og tilurð hennar.Þessi nýja grænmetispizza, Vegendary, hún á sér smá forsögu, er það ekki?„Jú, það má segja það. Mig minnir að það hafi verið í sumarbyrjun sem ég rakst á söngkonuna Sölku Sól Eyfeld sem sagði mér að hún og Arnar Freyr kærasti hennar og rappari í Úlfi Úlfi, væru með frábæra hugmynd að grænmetispizzu, enda bæði grænmetisætur. Þau höfðu víst þróað sína eigin grænmetispizzu með tilheyrandi tilraunastarfsemi í hvert skipti sem þau pöntuðu á Domino’s. Svo kom að því að þeim fannst þau vera dottin niður á snilldarpizzu,“ útskýrir Anna Fríða og brosir.Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.Pizzan fékk alls staðar toppeinkunnHenni leist vel á hugmyndina en það er nú eins og gengur þegar fólk hefur mikið að gera, þau fóru sínar leiðir og þessar pælingar voru settar á ís. „Það var síðan ekki fyrr en í haust sem við ákváðum gera eitthvað í málinu. Okkar megin á Domino’s fórum við að skoða málið betur, prófa pizzuna og leyfa öðrum að smakka. Vegendary fékk alls staðar toppeinkunn enda góð samsetning af áleggstegundum; cheddarostur, ferskur mozzarella, ananas, jalapeño, laukur, rauðlaukur, hvítlaukur, chiliflögur, svartur pipar og BBQ sósa ofan á öll herlegheitin. Það var líka greinilegt að Vegendary var ekki bara að skora hátt hjá gallhörðum grænmetisætum heldur líka hjá þeim sem borða kjöt. Og það var einmitt ein aðalpælingin hjá þeim Arnari Frey og Sölku Sól, að gera matarmikla pizzu, grænmetispizzu sem er hægt að fá sér þegar maður er virkilega svangur, jafnvel eftir erfitt kvöld á djamminu.“Er jafnvel fyrirhugað að fara oftar þessa leið við að bjóða nýjungar?„Ég veit það nú ekki, þetta bara datt upp í hendurnar á okkur. Auðvitað erum við alltaf að leita nýrra leiða til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina okkar. Við störfum í síbreytilegu umhverfi, þessi markaður breytist hratt og kröfurnar eru miklar. Þannig viljum við hafa það. Í þessu tilfelli höfðu þau Salka Sól og Arnar Freyr samband við okkur að fyrra bragði sem gerir þetta svolítið sérstakt og skemmtilegt, enda einstaklega viðkunnanleg bæði tvö. Það er gaman þegar fólk hefur ástríðu fyrir Domino’s-pizzum,“ segir Anna Fríða í léttum dúr. Salka Sól og Arnar Freyr höfðu samband við Domino's með hugmynd að nýrri grænmetispizzu.
Matur Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira