Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2016 18:45 Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur. Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur.
Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“