Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2016 18:45 Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur. Kosningar 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur.
Kosningar 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira